Ég er svo ótrúlega einmana og það er ekki skemmtileg tilfinning eins og allir vita…
Ég bý í bænum og á svo fáa vini hérna, okey kannski er það ekki alveg rétt en ég bara mjög fáa og góða vini… Og besta vinkona mín býr leeengst í burtu frá mér :(
Reyndar bjargar kærastinn mér oft, er oftast hjá honum og það er auðvitað æðislegt…
En ég verð samt að eiga tíma fyrir sjálfa mig öðru hvoru og aðra vini mína líka, eins og flestallir þurfa.

Raunin er bara að ég væri alveg til í að eignast fleiri vini og kynnast nýju fólki, ég bara veit ekki hvernig plús það að ég er oftast alveg hrikalega feimin sem ég hata :/

Reyndar get ég verið svolítið feimin við að hringja að fyrra bragði í vini mína, en reyndar eru flestir vinir mínir hérna á höfuðborgarsvæðinu oft ekki sannir vinir, koma oftast ekkert svo vel fram við mig…Þannig að ég hef lítinn áhuga á að hitta þá.
Kannski er þetta bara frekar efni í grein svei mér þá! Og kannski er þessi korkur ekki á réttum stað en það verður bara að hafa það.

En hvað get ég gert svo mér líði betur og fari að eignast nýja vini?

Öll góð ráð vel þegin. Skítköst og óþroskuð svör vinsamlegast afþökkuð.

Takk fyrir.

Kveðja

NoAngel
Ég finn til, þess vegna er ég