Ég kom einmitt með voða einfalda spurningu. Svona eiginlega Já/Nei spurningu varðandi um þetta. Í staðinn fyrir að svara þá þurfti aðillinn endilega að koma með smáskítkast útaf því að ég minntist á reykingar.
Ég er að pæla, afhverju þarf allt að vera brjálað þegar maður minnist á reykingar? Ég segi bara við þá sem reykja ekki: Gott hjá ykkur að reykja ekki og allt það.
En mér er alveg sama þó að fólk kýs að reykja eða vera reyklaus. EN það er eins og að reyklausa fólkið haldi að reykingafólkið sé bara subbulegt og ógeðslegt.
Ok, vissulega er ekki sérlega góð lykt af tóbakinu en flest allt reykingarfólk (sem ég þekki) er mjög snyrtilegt og er meðvitað um að fólk í kringum það er ekki að fíla lyktina og umstangið í kringum reykingar. (Sem er að draga eina sígarettu úr pakkanum, kveikja í henni, sjúga sígarettuna, anda reykinn að sér og anda hann frá sér)
Fólk er alveg meðvitað um reykingarbannið góða. Hef tekið eftir því á skemmtistöðum að það er hópur af fólki sem safnast fyrir utan staðina til þess að fá sér smók. En það er dáldið sérstakt við það að það myndast ákveðin stemning þegar fólkið fer út að reykja. Mér finnst orðið skemmtilegra að fara út með fólkinu að reykja, heldur en að vera inni í steikjandi hita. Fyrst núna er ég farin að finna svitafílu og prumpulykt þegar ég er á djamminu. ;)
En þetta er mín skoðun og þið megið endilega drulla yfir hana eins og þið viljið. Var bara samt ekki sátt við litla skítkastið sem ég fékk útaf þessari einföldu spurningu um reykingar í Leifstöð. :)