Fyrir þremur árum mátti ekkert koma við mig, nákvæmlega ekkert, ég annað hvort bakkaði í panici eða fraus. Smátt og smátt fór ég að slaka á gagnvart nánum vinnum mínum og leyfði þeim að faðma mig við og við en langt framan að þoldi ég það illa, en í dag finnst mér ágætt að faðma fólk ef ég treysti því ágætlega.
Kossar voru eitthvað viðbjóðslegt þar til einhver álpaðist til að kyssa mig í gamnislag og ég áttaði mig á því að þetta var ekki svo slæmt.
Í dag þarf ekki mikla ranga ágengni til að það panici allt í hausnum á mér, í augnablikinu er ég hálf skjálfandi inni í læstu herbergi vegna þess að stjúpi minn er fullur og já er að faðma mann og kyssa á kinnina í tíma og ótíma að tönglast á sömu hlutunum um að ef ég lendi í vandræðum þá eigi ég að leita til hans og bleh, og þó svo að ég sé komin yfir mestu snertifælnina ef ég þekki fólkið, þá fór hann yfir strikið þarna og ég er um stund komin aftur á byrjunnarreit =$
Núna nýlega þá hef ég verið að taka lítil panic köst án þess að vita fyllilega afhverju gagnvart hinum og þessum sem ég ætti að treysta.
Ég veit ekki hvað ég er að nöldra hérna, ekki eins og það sé til einhver spes leið til að komast yfir snertifælni er það nokkuð?
Það eina sem hefur virkað hingað til er spítt(róar mig niður svo ég panica ekki eins, já ofvirkni eða athygglisbrestseinkenni) og passlegt magn af paracetamóli (3-5 töflur á 4 tíma fresti) en ég ætla ekki að lifa á svoleiðis rugli þar veit bara að þetta virkar. Þá hef ég ofstast skriðið upp í fangið á kærastanum en eins og er þá er það ekki mögulegt.
-