ég var að vinna í dag í Hátúni í hinni undurfögru Reykjavíkurborg. Ég vinn sem rafvirki hjá Árvirkjanum og við vorum að klára að leggja öll rör í loftið. Síðan fórum við að draga í og að sjálfsögðu notuðum við fjöður. Nema hvað að þessar helvítis fjaðrir eru alltaf að flækjast og vera með endalaus leiðindi, þetta var allt í lagi fyrir hádegi, en eftir hádegi, þá vorum við að draga Cat5 strengi í gegnum 20mm rör og alltaf þegar strengurinn var kominn til mans þá er fjöðrin farin í klessu og maður þarf alltaf að eyða svona c.a. 5mín í að gera fjöðrina tilbúna aftur… svona var þetta í allan dag og á endanum var maður orðinn svo pirraður að mann langði helst bara að fara eitthvert og fá bara æðiskast….
jakk, ég bókstaflega hata fjaðiri, en þær eru nauðsin í vinnunni svo maður verður að sætta sig við þessar helvítis fjaðrir :(
þið skiljið þetta sum kanski ekki, en flestir iðnaðarmenn ættu að vita hvað ég er að tala um
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*