Ég er svo fokking pirruð að það er ekki eðlilegt!

Ég var að keyra yngri systur mína á fótboltaæfingu. Hún þjálfar með FH og það er svona tvíbreytt (segir maður það.. tvíbreytt.. ?) hringtorg rétt hjá sem ég þarf að taka.

Svo.. ég gerði það, eins og alltaf. Ég stoppaði því það var mikil umferð að bíða eftir tækifæri til að fara inní hringtorgið. Svo allt í einu var þessi risa trukkur að hleypa mér á undan og ég kinkaði kolli til að sýna þakkir og ók af stað.

Ég var búin að aka 1/4 af þessi hringtorgi, var semsagt komin að öðrum veg sem gekk inná hringtorgið þegar annar bíll sem beið þar bara brunaði af stað inn, þetta var frekar langur bíll, vinnubíll og ég fékk nett sjokk og snarhemlaði og þurfti að keyra upp á sjálft hringtorgið til að passa það ég (réttara sagt HANN) myndi ekki klessa á, ég var á innri hring og var ekkert að gefa til kynna að ég væri að fara að beygja út. Ég rétti hendina strax að flautunni til að gefa til kynna hvað hann hafði gert. Ég var þarna, hjartað á milljón því það munaði ENGU að við rákumst harkalega á hvort annað. Bíllinn var búin að drepa á sér.

OG HONUM VAR FOKKING DRULLUSAMA!! Ók bara af stað, gáði ekki einu sinni hvort eitthvað hafði gerst við mig þar sem ég snarhemlaði eða bílinn sem er rosalega lár (Lár, mér finnst þetta asnalegt orð) og hefði auðveldlega geta rispast hefði ég ekki ekið rétt uppá hringtorgið.

Svo var systir mín þarna alveg að panikka því það munaði svo litlu. Hún er bara 10 ára og frekar bílhrædd.

Náði bara hálfu númerinu. SJ 68.. eða 86..

Mig langar svo að hringja í hann og lesa upp umferðarreglurnar fyrir hann og segja honum að ef svona gerast að DRULLA sér að leggja og kíkja hvort allt sé í lagi. Þetta var ekki svona venjulegt: “Æjji, úps, ég klessti næstum á einhvern”.

Þetta var hrikalega hratt og virkilega nálægt. Við hefðum örugglega rekist á hefði ég ekki náð að keyra upp á þetta fjandans hringtorg.

Ef ég myndi aka þannig að ég hefði sent einhvern upp á kant þá hefði ég stoppað og gáð hvort að eitthvað hefði gerst.

Ég álit mig góða manneskju og því myndi ég gera það. HANN ER ROTIN INNI Í SÉR! ARGH! Ég er pirruð…

Sérstaklega þar sem ég á ekki bílinn sem ég er á… pabbi hefði orðið brjál.

-.-
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33