Það er ótrúlegt hvað fáir gefa stefnuljós út úr hringtorgum sérstaklega. Ég veit ekki hvað lengi ég beið á einum gatnamótum því að enginn gat drullast til að gefa stefnuljós inn á frárein, fólk sá vel að ég var að biða en gat ekki fyrir sitt litla líf gert þessa litlu hreyfingu og þar með flýta fyri umferðinni.
Þetta á alveg sérlega við þegar ekið er út úr hringtorgi, ég bý í Keflavík núna og fyrr á árinu bjó ég á Akureyri og það er bara hreinlega sjaldgæft að sjá fólk setja stefnuljós þegar það ekur út úr hringtorgi. Ég skil einfaldlega ekki hvað er svona erfitt við þetta! Ég get svoleiðis sótbölvað þessum helvítis ösnum sem geta ekki drullast til að gera eina litla hreyfingu.
Svo ekki sé minnt á þegar maður ekur um aðalbraut og svo allt í einu beygjir bílinn fyrir framan mann án nokkura viðvarana. Ég er ein af þeim orðljótu þegar kemur að sauðum í umferðinni og ég ausa yfir “þessi helvítis fífl” þegar það getur ekki hagað sér í umferðinni. “Stefnuljós fíflið þitt!!!” er orðin að algengri setningu hjá mér á hverjum degi þegar ég keyri.
Takið ykkur nú á, þið letingjar sem setjið ekki stefnuljós á, þegar það á við! :)
./hundar