Og núna síðast kom aquatopia með þessa yfirlýsingu “Þetta einfaldlega varð til þess sem ég varaði willie við, nánast allt html fer úr öllu! *pirr*”
Mér persónulega er nokk sama hvort þetta verði bannað eða ekki, sjálf var ég bara að læra smá í þessu en get alveg skrifað mína undirskrift og sleppt hinu, en það virðast vera nokkrir sem finnst þetta nauðsynlegt og ég virði það.
Og mér finnst asnalegt og í raun ósanngjarnt að banna þetta bara af því einhverjir eru að klúðra þessu og láta þá þeirra klúður bitna á öðrum, afhverju ekki bara að banna þá sem eru með risa undirskriftir eða klúðra einhverju og senda mann á aðrar síður óumbeðið ???
Það er fullt af fólki hér sem kann HTLM (þó ekki ég)og notar það skynsamlega, og það er ekkert réttlæti í að banna þeim að nota þetta af því einhverjir eru að skemma fyrir öðrum.
Er ekki meira vit að byrja á að setja einhverjar reglur á þessa notkun og þeir sem að brjóta þær fari í bann ? og ef það gengur ekki þá að banna þetta alveg, mér finnst það sanngjarnara.
P.s ég hef alls ekkert á móti huldu, en ef að þetta hefði t.d verið ég sem að gerði þetta klúður væri ekki meiri möguleiki á að ég hefði hreinlega verið bönnuð ? bara pæling :)
<br><br><b>Kv. EstHer</b>
<font color=“gray”>“Hinn vitrari vægir.”
<i>Snorri Sturluson: Heimskringla</i></font
Kv. EstHer