Smá saga
Ég er blaðberi hjá morgunblaðinu (Blaðið er með).
Á morgnana á maður að hringja og skrá sig inn þegar maður byrjar og út þegar maður er búinn, fyrir það fær maður stig sem ráða kaupinu.
í gær var hringt í mig um fjögurleytið.. Það var kall á Morgunblaðinu sem var að spurja mig hvort ég gæti nokkuð tekið afleysingu með fast hverfinu mínu. Ég hugsaði bara ohhh fack ég nenni ekkert að vakna eitthvað fyrr og þurfa að figura eitthvað nýtt hverfi og svo ætlaði ég líka að horfa á live earth.. En ég heyrði á kallinum að hann var desperate að fá afleysingu á þetta hverfi þannig að ég ákvað að ver góður og taka afleysingunni.
Morguninn eftir vaknaði ég klukkan 5.20 því að það er skylda að vera búinn 7 og ég er c.a 40 mín með fast hverfið mitt. Allavegana, þegar út var kominn var Blaðið(blaðið) komið fyrir bæði afleysingar- og fast hverfið. En Morgunblaðið var bara komið fyrir afleysingarhverið (mogginn og blaðið koma frá sittt hvorum bílnum). Þannig að ég ákvað að taka bara afleysingarhverfið og sjá hvort að mogginn væri kominn. Þegar ég var búinn með það var klukkan sirka 6.00 og mogginn var ekki kominn.
Ég hringdi í þjónustuna og alltaf kom bara einhver þreytandi símsvari “því miður eru allir þjónstufulltrúar uppteknir” eða eitthvað. Ég reyndi aftur og aftur en alltaf kom þetta sama. En þegar klukkan var orðin hálf 7 þá ákvð ég að taka bara blaðið. Það gekk alveg ágætlega en ég náði ekki að klára fyrir 7 heldur var ég búinn 7:07. Því var símaskráningin of sein og ég fékk 1 stig í staðinn fyrir 3. Og ég var ekki búinn með moggann fyrir hverfið. Þegar ég kom heim var ég fúll og svekktur. Ég prófaði þá að hringja í þjónustuna og viti menn..það svaraði! Og konan sem svaraði sagði að það hefði bara verið einhver villa í símakerfinu og að hún gæti gefið mér þessi 2 stig sem var stolið af mér.. En ég þurfti auðvitað að fá blöð fyrir hverfið og klára þau og þá varð ég sko fúll því ég var bara dauður úr þreytu eftir að hafa verið í einhverju veseni í tvo tíma.
Ég var búinn að bera út hálf 9. Þriggja tíma vesen.