Váá hvað ég þoli ekki þegar maður er td í vinnunni að hlusta á útvarp, svo kemur eitthvað gott lag sem maður veit ekki hvað heitir og vill kannski finna það á netinu eða eitthvað, en þá er bara hoppað beint yfir í næsta lag og ekkert sagt neitt um síðasta lag. Maður getur ekki farið inná netið í vinnunni og tékkað á heimasíðu stöðvarinnar svo maður kemst ekkert að því hvaða lag þetta var!
Svo annað, þegar maður getur þá fer maður yfirleitt inná netið á heimasíðu viðkomandi rásar sem lagið sem maður heyrði var spilað á, en nei, þá er aldrei uppfært dæmið sem á að segja hvaða lög séu í spilun og þannig. Ohh bögg! :(