Núna standa mál þannig að ég ætla að flytja í höfuðborgina mánaðarmótin ágúst/sept.
Þar sem hef engann stað til að vera á en lítið annað í stöðunni að fara á leigumarkaðinn. Ég hef smá reynslu af þeim málum, DÝRT! en ég var meira segja heppin, eg og vinkona mín með litla íbúð á 60 þús á mánuði, 30 per… og við vorum að vinna fullann vinnudag um sumarið og rétt náðum endum saman og fórum svo í skola og það gekk ekkert of vel, sögðum íbuðinni upp og fluttum heim. Núna er ég komin með mikið ógeð að vera hér og meika þetta alls ekki.
Núna ætla ég og vinur minn að leigja saman, en þa yrði það stærri íbuð því við viljum sér herbergi, og þetta er svoooo dýrt :(
og ég hafði hugsað mér að vinna til ´áramóta og fara í skóla eftir áramót, en ég sé enga leið til þess að fara í skóla eftir áramót og vera á leigumarkaði sko… Þá vaknar upp leiðindahugsunin “mun ég nokkrun tímann klára skóla?”
Út af persónulegum ástæðum get ég ekki farið í skólann hér sem ég bý.
Ég er komin með second thoughts um þetta allt en veit að ég VERÐ að fara héðan… æji þetta er bara erfitt allt saman. Ég er vanarlega með þennan hugsunarhátt “þetta reddast” en núna er ég farin að efast um þetta allt.
Fær ein manneskja aldrei smá logn? er lífið svona erfitt og ósanngjarnt? eða er það bara ég sem er svona “óheppin” að hafa fæðst í þennan harða heim og þarf að passa mig extra mikið og svona?
En já, hverjir eru atvinnumöguleikar fyrir 19 ára stelpu? eitthvað sem gefur manni góðar tekjur?
Ofurhugi og ofurmamma