Sorglegt að pósta í þessum þræði en jæja…
Hefur einhver hérna lesið fréttina yfir höfuð, eða er fólk bara að gleyma sér í móðursýkinni?
Smá tilvitnanir úr fréttinni sem kannski kveikja ljós í kollinum áður en þið farið út og sparkið, lemjið í haus með felgulykli eða notið benelli prumpuna ykkar á einhvern:
Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur.Sem sagt haldið fram, ekki staðfest.
Fyrstu fréttir hermdu að verknaðurinn hefði hafa náðst á öryggismyndavél í bænum. Heimildir Vísis herma að svo hafi ekki verið en hins vegar hafi nokkur vitni að atburðinum þegar gefið sig fram við lögreglu.Flott, vitni magnað málið leyst. En hvers vegna er þá málið ekki leyst ef þessi vitni eru til staðar?
Ekki náðist í mennina en sagan segir að á laugardeginum hafi þeir sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað í hann þar til hann var allur. Hræið af hundinum hefur enn ekki fundist.Nú? Ég veit ekki betur en einhver hafi verið lagður í einelti af vitsmuanbrekkum þjóðarinnar? Hvers vegna tók lögreglan hann ekki ef hún var með svona fín vitni að þessu öllu saman. Hræið er ekki fundið, meira að segja í mannamorðum þá er frekar erfitt að sanna að um glæp sé að ræða ef ekkert er líkið.
Ekki misskilja mig. Ég er alfarið á móti ofbeldi gegn dýrum og ofbeldi yfir höfuð, þetta er bara spurning með að róa sig niður og láta hlutina ganga sinn rétta farveg.
Mætti kannski benda þeim aðilum sem hvað duglegastir eru að lofa drápum og limlestingu á að lesa 66gr hegningarlaga, en hægt að nálgast þá góðu lesningu hér:
http://www.althingi.is/lagas/131b/1940019.html.