Saga að segja frá því…
Ég var 12 ára, bróðir minn var 16.. Hann vann langar vaktir í fiskvinnslu í smábæ þar sem við bjuggum þegar við vorum krakkar.
Pabbi hafði alltaf lagt mikla áherslu á það að sófar og stólar inní stofu voru ekki svefnáhöld, og ef maður ætlaði að sofa gerði maður það inni í sínu eigin svefnherbergi.
Bróðir minn sofnaði sitjandi eftir langa vakt í fiskvinnslunni, með hnefa undir kinn. Drengurinn var farinn að hrjóta ískyggilega hátt og farinn að yfirgnæfa myndina sem ég var að horfa á í sjónvarpinu. Þannig, ég geri eins og hver önnur lítil og pirrandi, og mjög pirruð, systir myndi gera. Ég byrja að ýta við honum, og segi honum að vakna. Hann hreytir í mig að láta sig vera. Ég minni hann kurteisislega á það að hann eigi ekki að sofa inní stofu, og sé hann þreyttur eigi hann að hunskast inní herbergið til sín, sem var svona 3-4 metrum frá sjónvarpinu. Hann æpir á mig “Sko, þegar ég á mitt eigið fyrirtæki, og vinn frameftir, þá ræður þú sko bara ekkert hvar ég sef.”
Ég svaraði “Þú átt ekkert fyrirtæki, þú ert 16 ára og vinnur í fiskvinnslu.”
“Á ég ekkert fyrirtæki nei?! Ég er 22 ára og á fyrirtæki sem þú ferð með dúkkulísurnar þínar niður í, til að láta raða þeim upp svo þær renni ekki niðrí sjó, eða eitthvað svoleiðis.”
Ég argaði svo úr hlátri að bróðir minn vaknaði, þrusaði inn til sín og fór að sofa þar.
Nokkrum mánuðum síðar vorum við að flytja, og mamma vekur hann svo þau geti haldið áfram að pakka niður.
Þá heyrist í honum. “Uss, ekki segja neitt. Ég er frosinn!”
Það er ýtt meira við honum, og kallað á hann. “Oh, nú þiðna ég. Allt þér að kenna!”
Ýmsir svona gullmolar sem hafa komið uppúr honum þegar hann sefur…
"Oh