Veit ekki sko. Kona sem vinnur á pizzastað hérna í grenndinni sem svarar í síma og sér um heimsendingar sem talar bara prýðis íslensku, ekkert mál að skilja hana eða tala við hana þegar maður hringir.
En hef hinsvegar heyrt um eina austurlenska sem vinnur á Þvottahöllinni í Keflavík, sem svarar í síma.
“Totta böllinn, góðann dag!”
Bætt við 27. júní 2007 - 01:19
Hmm. En já. Ég sæki mikið kaffihús í miðbæ Reykjavíkur þar sem er einmitt alveg krökkt af erlendu vinnuafli. Hörkuduglegt fólk, en getur verið svolítið vafasamt þegar eina manneskjan á svæðinu sem er í vinnu þarna af og til sem talar íslensku er eigandinn sjálfur.
En það er frekar ósanngjarnt að ætlast til að fólk læri íslensku yfir nótt, slíkt tekur tíma. Get ekki ímyndað mér hversu erfitt gæti verið að læra svona einstaklega furðulegt mál á við okkar, ef ég væri að erlendu bergi brotnu. Erfiðara fyrir suma en aðra.
Hinsvegar verð ég að segja að ég lít mest upp til þeirra sem leggja sig hart fram við að læra íslenskuna og geta gert sig skiljanlega á henni a.m.k. hvað varðar munnlega sviðið. Skrifaða málið getur komið síðar.
Hef líka unnið á skemmtistöðum þar sem dyraverðir og barþjónar tala ekki vott af íslensku og kannski mjög takmarkaða ensku sem getur flækt málin svolítið, þótt fólkið sé nokk duglegt í vinnu.
Erfitt að segja um fólk sem hefur búið hérna hátt uppí 20 ár og talar ekki stakt orð í málinu… Það fólk má endilega hypja sig fyrir mér. Þótt það sé full gróft að segja það kannski.