Sæl.

Svona undanfarið hef ég reynt að halda mig frá huga. Finnst ég nokkurnvegin ekki hafa gaman lengur af því að gefa comment né skrifa greinar eða korka. En í þetta sinn varð ég bara. Málið er það að á þessu laugardagskvöldi, sem hefur orðið að sunnudagsmorgni upplifði ég eitt sorgalegasta kvöld ævi minnar. Ekki það að ég hafi misst einhvern náinn mér, heldur fékk ég upplýsingar sem munu með tímanum örugglega breyta lífi minu og fékk þær frá manneskju sem ég bjóst aldrei við að hitta.

Málið er nefnilega það að þegar ég var yngri þá hafði ég eins og margir, verið lögð í einelti. Ég veit að flestir hafa lent í nokkurskonar stríðni eða einhverrri upplifun sem hafa sært þá innilega og gleyma aldrei. En þetta get ég sagt ykkur, hafði ég aldrei gleymt. Málið er það að í kvöld hitti ég strákinn sem hafði gert líf mitt leitt. Aldrei á ævi minni bjóst ég við að sjá þennan dreng aftur og hafði jafnvel haldið hann hann væri bara dauður vegna þess að miðað við hvað maður hittir alla Íslendinga að ég hafði aldrei hitt hann. En þetta kvöld sá ég hann og ég þekkti hann alveg þótt við bæði værum orðin þroskuð og breytt.

Ég leit djúpt í augun á honum og virti hann fyrir mér, óviss um hvort að þetta væri strákurinn. Þegar hann byrjar að spyrja mig hvort ég hafi verið í þessum eða þessum skóla því hann kannaðist við mig. Ég neitaði bæði þótt hann hafði nefnt annan skólann sem við vorum í. Svo spurði ég hvort hann héti því nafni sem hann heitir og hann játaði og spurði hvernig ég vissi hver hann væri. Svo lét ég allt flakka. Ég sagði honum að við höfðum verið saman í þessum skóla og hann hafi lagt mig í einelti í langan tíma sem hefur verið ótrúlega erfitt fyrir mig í langan tíma. En aldrei bjóst ég við því að hann baðst svo innilega afsökunar og ég hef bara aldrei á ævinni séð þá jafn mikið í augunum á manneskju hvað hún hafi verið hissa að hafa lagt mig í einelti.

Það sem ég veit um hann í dag að á þessum tíma átti hann rosalega erfitt sjálfur og enn þann dag í dag á hann erfitt. Margir halda að þeir hafi frelsi en maður hefur ekki mikið frelsi þegar maður fæðist inn í fjölskyldu sem gefur manni ekki frelsi.

Eins oft og hann hafði grætt mig ákvað ég þarna að gráta ekki fyrir hann en þakkaði honum fyrir og sagði honum að trúa á sjálfan sig og gera það sem hann vill. Það sem hann gerir í dag fær hann til að enda í fangelsi þó hann fái mikinn pening fyrir það.

Ég veit ekki hvað gerðist, en eftir að hafa talað við hann þá hágrét ég og ég hef ekki grátið leeengi. Ég grét af mörgum ástæðum. Fyrst og fremst allar minningarnar sem komu upp í kollinn á mér, annað að hafa hitt strákinn fékk ég pínulítið sjokk í og þriðja lagi að vita til þess að ég sit alltaf í mínum eigin sárum hugsandi um ekkert nema sjálfa mig, gæti jafnvel verið að fá einhvern “bata” á meðan hann situr enn í sama skítnum.

Það sem ég sé fyrir mér er bara hann að fara að vera dáinn eftir 10 ár eða minna, vegna þess að hann fæddist í ófrjálsa fjölskyldu.

Ég er sorgmædd og ég veit ekki hvernig mér á að líða. Mér finnst tilhugsunin um að horfa á hann aftur erfið en á sama tíma langar mig að hjálpa honum. Lífið er ósanngjarnt. Fólk sem á erfitt lætur aðra hafa það erfitt og vildi ég að enginn ætti erfitt. Ef hann hafði ekki upphaflega átti erfitt, þá hefði ég aldrei átt erfitt… eða jafnvel einhver annar hefði gert lífi mileitt