Halló…Ég er með tvær hugmyndir sem mig langar að spyrja um
1.
Ég var að spá er ekki einhversstaðar hægt að sækja um vinnu úti á spáni eða eitthvað svoleiðis. Þá meina ég hjá einhverri ferðaskrifstofu eða eitthvað þar og maður þarf ekki að kunna spænsku. Er ekki eitthvað til þess að hjálpa manni að fara þangað kannski bara yfir sumarið og finna húsnæði handa manni? Allt kemur til greina nema au pair.
2.
Mig langar bara að gera eitthvað annað en að vera hérna. Mig langar út. Er ekki hægt að sækja um á vinnu Evrópsku skipi eða eitthvað svoleiðis og vinna á því?
Málið er með þessum spurningum er að ég veit ekkert hvar er hægt að sækja um á þessum stöðum eða neitt.. Er einhver með hugmyndir eða einhver sem þekkir þetta eitthva?
Takk fyrir :)..Öll svör vel þegin