Já..sko…bróður minum langar í World of Warcraft. Næstum allir vinir hans eiga hann og spila hann og svona…hann spurði mömmu og mamma er að spá í að leyfa honum að kaupa sér hann..
Hún er ekki mikið inn í þessu en veit að þessi leikur getur verið ávanabindandi og ég hef heyrt margar sögur af fólki sem eru bara gjörsamlega háð þessum leik og í öllum frítíma sínum séu þau að spila hann :/
Er hægt að vera í þessum leik í hófi og hvað á maður að gera? Ég vil ekki að bróðir minn verði tölvusjúkur á þessum leik :/ Hann veit samt að hann getur verið ávanabindandi og hann segist ættla að spila hann í hófi..en það ætla nú ekki allir að verða svona óðir í þennan leik..
Hvert er ykkar viðhorf til World of Warcraft og hvað finnst ykkur að mamma hætti að gera? Einhverjar reynslusögur af þessum leik?
An eye for an eye makes the whole world blind