Það er verið að veiða fiskinn í sjónum í miklum mæli. Hvalurinn étur svif eða fisk (mismunandi) og þar af leiðandi fær fiskurinn minna að borða og á erfiðara uppdráttar. Fiskurinn er veiddur- honum fækkar. Hvalurinn er látinn í friði- honum fækkar ekki. þá hlýtur að myndast ójafnvægi í náttúrunni- ef hvalurinn étur svifin og ef hvalar eru hlutfallslega fleiri en fiskurinn þá hljóta þeir að éta meiri svif sem orsakar fæðuskorts hjá fiskinum…Meikar það ekki sense? Ef það á að veiða fiskinn þá á líka að veiða hvalinn. Það liggur meira á að vernda fiskistofnanna en þessa hvali- það er ekkrert sem bendir til þess að þeir hvala stofnar sem við erum að veiða séu í útrýmingarhættu en þorskurinn er hinsvegar alltaf að verða rýrari og færri. MEð þeim rökum finnst mér í lagi að veiða hval- eða vernda þorskinn. Þannig helst jafnværi í þessu. Annars, efnahagslega er ég á móti, þetta hefur skaðað efnahaginn ef eitthvað er.