Þetta er svo alrangt að það er engu lagi líkt.
Ég biðja þig um að lesa
þessa grein áður en þú tjáir þig frekar, þó ekki sé það nema til að bjarga þér frá því að líta jafn kjánalega út á vefnum í framtíðinni.
Áfengi er mun skaðlegra en gras í öllum tilvikum, og þetta þykir sannað. Hinsvegar er kannbis svo vægt vímuefni, og neysla þess hefur ekki í för með sér nein óþægindi fyrir neytandan daginn eftir, að auðveldara er að neyta þess reglulega en áfengis.
Kannabis veldur ekki “flashbacks” (eða detta í vímu, eins og þú kallar það), og þegar efnin eyðast úr heilanum ganga flest einkenni langvarandi neyslu fljótlega til baka.
Til fróðleiks má svo geta þess að flashbacks, sem eru sjaldgæf hliðarverkun sterkra hugvíkkandi efna, svosem LSD, stafa ekki af efnum sem festast í heilanum. Orsakir þeirra eru ókunnar.