Man frekar illa eftir tímunum fyrir utan það að þeir voru fáránlega leiðinlegir og ég þoldi ekki sálfræðinginn. Ég man eftir því að hafa reynt að geyspa með lokaðan munn svo sálfræðingurinn tæki ekki eftir og reyna að horfa á klukkuna án þess að hann tæki eftir því ef hann sá að ég var að líta á klukkuna þá reiddist hann gífurlega og spurði hvort mér þætti tímarnir leiðinlegir.
Þetta var líka bara over all kjánalegt, ég fór inn í herbergi með hillum fullum af böngsum, dúkkum, púsluspilum, kubbum…you name it, mér leið eins og fimm ára krakka.
Svo var ég alltaf spurð “Hvað segirðu?” eða “Hvernig líður þér?” og ef ég svaraði bara með einföldu “Allt fínt” eða “Vel” þá fór sálfræðingurinn að over analyze-a það sem mér liði í raun illa og vildi bara ekki játa það og fleiri þ.h. asnalegheit.
Svo man ég eftir að hafa tekið einhver fleiri þunglyndispróf hjá honum og fékk einhverja bók um reiði sem ég átti að lesa og bara skipta út orðinu reiði fyrir depurð.
Annars get ég ekki talað um nema bara þennan sálfræðing sem ég fór til og ég er sannfærð um að svona therapy gagnast mörgum ef viljinn er fyrir hendi. Hinsvegar er ég alveg viss um að sálfræðingunum sé í raun nokk sama um sjúklingana, en ég held að flestir séu samviskusamir í starfi og geri sitt besta til að hjálpa hverjum og einum þrátt fyrir það.
Sumir þeirra virðast þó bara vilja setja mann á lyf strax eftir fyrsta tíma, svo er vesen að finna lyf sem henta manni ágætlega og eru án mikilla aukaverkanna.