Mér leiðist, kemst ekki á msn og er með þurrkubletti í framan sem meiða mig… verulega.
Kemst einhver annar hérna ekki á msn?
Rotvarnarefni eru all algengur ofnæmisvaldur. Margar tegundir slíkra efna eru notuð og oft heitir sama efnið mörgum nöfnum.
Oftast eru efni þessi í lágum styrk í snyrtivörunum. Þau eru nauðsynleg til að hindra bakteríu og sveppavöxt í vörunum.
Hafi einstaklingur ofnæmi fyrir einhverju ákveðnu rotvarnarefni er mest hætta á exemi sé efnið í langri snertingu við húðina eins og við notkun krema.
Minni hætta er á myndun snertiexems sé efnið í vöru sem skoluð er af eins og sápu eða hársápu.
Algeng rotvarnarefni eru Paraben hópurinn, Kathon CG, Imidazolidinyl Urea, Diazolidinyl Urea og Quaternium 15.
Sum þessara efna gefa frá sér Formalín sem er algengur ofnæmisvaldur.