Frekar tilgangslaus korkur en ég var að pæla..
Hvort haldið þið að manni líði verr útaf því sem maður hefur gert, eða útaf því sem maður hefur ekki gert þó maður hafi getað það..? (vona að einhver skilji hvað ég er að meina)
Mér persónulega finnst að manni líði verr útaf því sem maður hefur ekki gert, eða gerði ekki þó maður vildi það og hafði tækifæri til, nema þorði því kannski ekki og tók ekki áhættuna.
Og þessi kenning hjá mér sannaðist alveg í gær, að mér allavega líður verr útaf því sem ég hef ekki gert.. Og ég vissi að mér mundi líða miklu verr ef ég gerði ekki það sem ég vildi gera og hafði verið búinn að hugsa um lengi. Svo ég gerði það, og sé ekki eftir því! þó á sumann hátt hafi það ekki verið gáfulegt, en samt!
jæja komið útí hálfgert rugl núna hah..
En já aftur að pælingunni sem þessi korkur á að vera um, hvort finnst ykkur?