Það er einmitt málið. En þetta er dulbúinn auglýsing fyrir leikinn sjáfan. Þegar mikið er talað um ofbeldsleiki í fréttunum þá leynir það í sér auglýsingu sem laðar þá forvitnu að leiknum.
Fréttirnar geta verið svoldið lúmskt í sér.
Ég tek fram að ég kann ekkert á þetta istorrent dæmi og svo er mér illa við skráarskiptiforrit en síðast fékk ég bara vírus af einu slíku og þess vegna er það ekki velkomið hjá mér og þess vegna hef ég aldrei spilað þennan umrædda nauðgunarleik. Furðulegt að þetta mál skuli koma upp núna þegar fleiri leikir eru með miklu meira viðbjóð innanborðs t.d God of War 2 leikurinn. Ekki fær það eins mikla athygli í fréttunum fyrir ofbeldið sem það hefur að bjóða í fréttunum. Í staðinn fær það bara glymrandi góða dóma og gagnrýnendur mæla með því að fólk kaupi leikinn..sem er reyndar ekkert að því enda rosalegur góður leikur þrátt fyrir ofbeldið sem það hefur.
Kannast einhver við Leisure suit Larry leikina sem gekk upp á að láta aðalkallinn sem er óheppinn í ástum, ríða hvaða konu sem er sem hann reynir við eða leikinn Lula 3D sem er einhver versti klámleikur sem ég hef spilað. Það var ekkert sagt um þessa leiki af stigamótunum þrátt fyrir að konur voru í þessum leikjum niðurlægðar og litnar sem einhverskonar hórur og mellur.
Þess vegna segi ég enn og aftur þetta er dulbúinn auglýsingarmarkaðsetning ef enginn skyldi hafa fattað það.