Ekki vera að rífa þig um einhvað sem þú hefur enga hugmynd um vinurinn.
Ferming er ekki upphaflega kristilegt fyrirbæri ef þú heldur það. Hún teygir sig mun lengra aftur í tímann og var upphaflega einskonar leið fyrir ungt fólk til að segja að þau væru tilbúin að hætta að vera börn og vera tekin í tölu fullorðinna. Og út af þessari mikilvægu ákvörðun fannst fjölskyldunni náttúrulega vanalega tilefni að halda veislu, enda merkileg tímamót. Seinna tóku ásatrúarmenn þessa venju upp og enn seinna kristnir.
Og ég held persónulega að fleiri fermi sig kristnilega fyrir gjafirnar heldur en borgaralega. Ef þú fermir þig kristnilega og ert að gera það bara fyrir gjafirnar er það svo létt, þú þarft bara að fylgja öllum hinum. Ég td. fyrir borgaralegu ferminguna mína tók mér langan tíma til að pæla í þessu, hvort þetta væri raunvörulega það sem ég vildi gera og hvort að borgaraleg ferming væri í alvörunni með sömu gildi og ég hefði í lífinu. Og ég verð að segja að það kom mér á óvart hvað þetta var skemmtilegt. Í tímunum voru langflestir mjög opnir, það var spjallað og rökrætt um allt frá trúrbrögðum til fordóma. Það sem ég tók aðalega eftir á þessu námskeiði var hversu opnir þessir krakkar voru og meðvitaðir um hvað þeir voru að gera og mjög svo fordómalausir.
Þannig að ég legg til að þú og fleiri hugarar sem að hafa svarað hér með fordómum og einskærri fávisku, kannið pínulítið betur hvort þið hafið í alvörunni verið að tjá ykkur um raunvörulega hlutinn sem að borgaraleg ferming er eða bara um einhverra ímynd sem að þið bjugguð til í hausnum á ykkur að borgaraleg ferming hlyti bara að vera.