Síðustu 2-3 vikur hafa verið nokkuð mikið til óvissa fyrir mér, fyrir næstum 3 vikum bað kærastinn um pásu þar sem hann sagðist ekki vera að meika aldursmuninn á okkur (sem ég er eiginlega orðin viss á að sé ekki rétt þar sem hann hefur verið með yngri stelpum en mér) Hann sagðist samt ekki vilja missa mig og lofaði að við myndum tala málin út þegar við myndum hittast næst, en alltaf tekst honum að fresta því, núna er ég í raun að gefast upp á honum. Spes tilfinningar að vesenast í mér ég sakna hans, ég elska hann en mig langar orðið hreinlega að berja fíflið.
Það eru nokkrir hlutir í lífinu sem ég þoli ekki en óvissa og hundsun eru þar mjög ofarlega.
En aðal ástæðan fyrir pirringnum er kannski meira falin í veikindum, fyrir ekki svo löngu fór ég til læknis útaf rosalegri bólgu ofarlega í hálsi sem leiddi út í eyru, voru mér fengin fúkkalyf og þetta lagaðist þar til ég fór að veikjast af þeim og varð að hætta að taka lyfin á fjórða degi, en svo tekur sýkingin sig upp aftur og núna virka fúkkalyfin nánast ekkert. Núna er orðið verulega vont að kyngja og fjandinn hafi það ég er búin að léttast um einn tíunda af þyngd minni á innan við viku, má ekki léttast meira en get bara varla pínt ofan í mig eitthvað að éta sem gerir mig svo bara brjálaðri í skapinu sem er í rauninni ekki nógu gott fyrir, en ég ætla á heilsugæsluna á morgun og vita hvort þeir eigi önnur lyf eða hvort þeir geti ekki bara skorið á þetta áður en ég hætti að geta opnað munninn nóg til þess..
…og þetta var bara það nýjasta, mér var hennt út fyrir stuttu og varð svo að hætta í vinnunni minni viku seinna vegna meiðsla, var slegin af hesti. En ég fékk lítið herbergi innaf bílskúrnum sem fékk lýsinguna “fokhelt hreysi, fullt af drasli og óvelkomnum gæludýrum” frá mér, en gæludýrunum hefur fækkað og eftir að restin af draslinu sem var þarna fyrir fór þá hef ég ekki séð þau, pirrar mig samt að vita ekki hvað varð um allavega tvær kóngulær og járnsmið, sem ég var búin að sjá þarna, en kannski hafa þau farið með draslinu út.. En það er að verða líft þarna, þyrfti að ná í dínu í rúmið, mála og skipta um efni í loftinu og ganga betur frá því þar sem það eru stórir rakablettir þar, en þar sem ég verð bara í stuttan tíma þarna þá held ég að ég látið það allt eiga sig hef þolað að sofa þarna hingað til þó ég sofi minna en venjulega, sleppi því næstum alveg að kúra lengi á morgnana áður en ég fer á fætur þar sem það er ekki eins þæginlegt þarna.
Svo þar að auki hafa fleiri og en persónulegri hlutir verið að angra mig en ég held að þetta sé nóg nöldur í bili ^^
-