Tja, vissulega eru þessi “brainwaves” til og hvaða tíðnisvið heilinn er á miðavið hvernig ástandi maður er í.
http://en.wikipedia.org/wiki/Electroencephalography#Activity_typesÞó ég þori ekki að negla það niður, þá á að vera hægt að nota þessar tíðnisveiflur til þess að fá heilann á ákveðna tíðni. Þá er nú helst verið að tala um frekar hvort manneskjan sé sofandi, mjög vakandi, hræddur, leysa erfið vandamál, glaðvakandi etcetc… en það gefur smá til kynna að hægt sé að gera ýmislegt með þessum hljóðbylgjum.
Annars tel ég að þetta sé að miklu hluta eitthvað sem notandinn stjórnar, t.d. þegar maður hlustar á rólega tónlist, þá *getur* maður alveg verið æstur og rokkað með því maður hefur stjórn. En ef maður einbeitir sér að rólegri tónlist þá á maður auðvelt með að slaka á. Svipað tel ég að sé með þessi hljóð sem eiga að “stilla” heilann, þeas ef að manneskjan sé opin og tilbúin að meðtaka þetta.
Annars eru þessi fræði á frekar lágu plani og allt frekar umdeilt en svosem áhugavert :)
http://en.wikipedia.org/wiki/Brainwave_synchronization Hér er eitthvað um þetta meira.
Ashy…