En að hata er svo sterkt orð. Þó þú gjörsamlega þolir ekki einhvern þá þýðir það ekki að þú hatir hann.
Ég er sammála Kaea [Kaeu? O_o]. Ef þú vilt einhvern dauðann eða syrgist ekki yfir dauða einhvers þá hafiru hatað þá manneskju. Ég er ekki að meina að ef einhver sem þú veist líklega ekki hver er sem býr í Tíbet deyr, og þú verður ekki sorgmæddur, að þá hatiru hann. Frekar ef þetta var einhver sem þú þekktir eða amk kannaðist við.
Hatur er þegar þú finnur það að þú værir meira en til í aðskera viðkomandi hægt niður í búta, taka upp öskrin og hlusta svo á þau áður en þú ferð að sofa. Það er samt svona tilfinning sem þú finnur inn í þér, ekkert ósvipað ást, nema akkúrat andstæðan. Ég held að það hafi allir gott að því að hata upp að vissu marki.
Hatur er eitthvað sem margir nota til að skilgreina öfund sína á viðkomandi en þó á þann hátt að þau vilja ekki opinbera þá öfund.
T.d. Falleg stelpa, gengur vel er hæst í bekknum og á flottasta kærastann, hinar stelpurnar í bekknum segja “hata” hana…
WRONG…
Þær öfunda hana…
Það væri rangt hjá mér að segja að haturs tilfinning sé öfund, en oft er öfud skilgreind sem hatur. Þá misvísandi svo annað fólk opinberist ekki fyrir öfundunni.
Einnig gerir fólk þetta ósjálfrátt…
En tilfinning “að hata” er eitthvað sem ég held að fáir hafi kynnst nema einhver hafi gert þeim eitthvað illt.
Þér getur líkað illa við einhvern útaf engu finnst þér, sem er þá reyndar oftar en ekki vegna öfundar sem þú þorir ekki að vera hreinskilin við sjálfan þig um.
En að hata er eitthvað eins og ég segi sem þeir sem hafa ekki orðið illa fyrir vegna einhvers hafi aldrei fundið.
Hatur er sterkt tilfinning, en oft sett í rangt samhengi við öfund hvort sem það er að ósjálfráðu eða settu ráði.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..