Kvikindið.
Varð bara að koma þessu frá mér! Þar sem ég er að vinna/skóla er í hóp með 5 öðrum og flestir þar stelpur. Ein stelpan á að vera leiðtoginn okkar í þjónustuhópnum og þar sem við erum í a la carte þjónustu þarf allt að vera skipulagt með mikillri samvinnu. En þessi helvítis stelpa sendir okkur alltaf til að klára að undirbúa veitingastaðinn meðan hún undirbýr sitt borð og fer svo bara að slappa af á meðan við gerum okkar borð !!! Gerir mig mjög argan og auðvitað get ég ekki kvartað þar sem það er ekki litið vel á það að kvarta undan samstarfsmanni sínum hér.