Fötlun einsog ég sagði nær yfir svo stórann hóp fatlanna, þroskahömlun er undir þessu orði.
Flestir líta á fötlun sem líkamlegt ástand s.s. hreyfihömlun en þroskahömlun sem ástand í heilanum semsagt að vera eftirá í þroska eða ekki þroskast eðlilega, en raunin er sú að fötlun nær yfir alla þá sem geta ekki án hjálpar annara bjargað sér eða staðist kröfur samfélagsins, orðið fötlun er einfaldlega búið til af samfélaginu afþví það eru svo margar hindranir fyrir þá sem ekki geta bjargað sér sjálfir.
Fötlun er bæði líkamleg og ‘félagsleg’, ef ekki væru svona margar hindranir væri ekkert sem kallaðist fötlun, ef þau gætu gert alla sömu hluti og við sem erum “heilbrigð” (hvað sem það er).
En það hafa verið margar umræður um þetta og við getum öll orðið ‘fötluð’ tímabundið, segjum að ég fótbrotni og get ekki labbað, komist upp stiga, keyrt, baðað mig sjálf… er ég þá ekki alveg eins fötluð og þeir sem hafa verið flokkaðir fatlaðir allt sitt líf.
Í stuttu máli má segja að fötlun sé orð sem nær yfir alla þá sem ekki geta bjargað sér í samfélaginu án hjálpar annara.
Svo má nefna að hegðunarerfiðleikar, sjónskerðing, námserfiðleikar og lélegur málþroski flokkast allt saman undir þetta orð… fötlun, ótrúlegt en satt.
En ég er sammála með mongólíti, finnst þetta bara ljótt orð.. en þetta orð á sér mjög langa sögu og er í raun tekið ef orðinu mongóli og eru hálfgerðir fordómar á bakvið það, fólk með downs þótti mjög líkt útlitslega séð mongólum og þá voru miklir fordómar gegn mongólum því þeir eru dökkir.
Svo það má segja að þetta orð hafi orðið til með fordómum svo mér finnst að það eigi ekki að notast við það lengur.
Fyrirgefðu hvað þetta er langt svar.. ég bara fann ekki hvernig ég átti að stytta þetta:p
Þú lest ef þú nennir ;)
And So Kiddies…Death For All, Right Right??