Ekki skiptir máli hversu oft og hversu vel ég orða bréfin sem ég sendi til vefstjóra varðandi áhugamál sem ég hefði áhuga á að sjá hér inn á huga.is. Ég fæ aldrei svar frá honum, ekki jákvætt að minnsta kosti, ég gerði tilraun með að senda inn könnun til að sjá áhuga annara hugara á fá það áhugamál en allt kom fyrir ekki, rúmlega viku eftir það fékk ég póst frá vefstjóra, þar sem stóð “könnun ekki samþykkt”. Þau skipti sem ég hef sent honum tölvupóst varðandi þetta áhugamál hef ég ekki fengið ein einustu viðbrögð frá honum og finnst mér það ekkert nema slæmt.
Það/þau áhugamál sem hér um ræðir er kvikmyndagerð - leiklist sem hvort heldur sem er má hafa sem sitthvort eða eitt og sama áhugamálið og lýsti ég yfir áhuga mínum með að gerast umsjónarmaður þess ef það kæmi hér inn. Ég er ekki að fara fram á það að þetta verði sett upp á nóinu, en það er allt í lagi að sýna einhver viðbrögð við póstinum sem er sendur varðandi þetta.
Á upplýsinga síðunni “Um Huga” standa eftirfarandi upplýsingar orðréttar “Áhugamál huga geta verið hver sem er ef þú hefur áhuga á að koma þínu áhugamáli, fyrirtæki eða félagssamtökum á framfæri á hugi.is endilega hafðu samband við Unnar Bjarnason vefstjóra huga. ” en til að þetta gangi upp, þarf maður líka að fá einhver viðbrögð frá vefstjóra til að vita hvort maður fær sínu framgengt.
Ég hef ekki meira um málið að segja í bili, en vonast eftir viðbrögðum frá ykkur sam-hugurum mínum, hvort sem er góðum eða slæmum.
Kveðja
Superduper
*****************************
* Fátt er svo með öllu illt *
* að ekki boði nokkuð gott *
*****************************