Æji vá, ég er svo ógeðslega pirruð núna…
Til að byrja með, þá er bíllinn bilaður, en ég var reyndar að fá varahlutina í dag(lítill pappakassi með nokkru hlutum í á 50 þús kall!) svo bíllinn kemst brátti lag..
En svo fór ég í bæinn í dag með vinkonu minn á bílnum hennar. Ætlaði að kaupa mér einhvern mat til að lifa á, svo kem ég á kassan og þá er ég búin að fkn týna kortinu..sem ég var með í vasanum. Svo já, ekkert kort, enginn bíll, enginn matur.
Og já, ég er að fara í myndlistarsögupróf á morgun, og mig vantar hluta af glósunum mínum af því að ég lánaði stelpu sem var með mér i tíma til að skrifa etir þeim, svo alltí einu hætti hún í skólanum. En hvað um það, ég hitti hana fyrir tilviljun í síðustu viku og minnti hana á þetta og hún sagðist ætla að koma þeim til mín fyrir dagin í dag. Sendi henni sms á mánuaginn, hún bara ha? Var ég ekkibúin að láta þig fá þær? Ég sagði nei.. Og fékk ekki svar aftur.. Sendi henni sms í dag og spurði hana vort hún yrði heima þar sem ég yrði á ferðinni, og er ekki búin að fá svar!!! Svo mig vantar líka nauðsynlegu glósurnar mínar um Van Gogh Gauguin…>.< Þoli ekki fólk sem getur ekki drullast til að bera ábyrgð.
Og ofan á þetta er tölvan mjög hævirk og vangefin..er reyndar að brenna disk, en ég er samt pirruð!
Og ég þarf að fara að læra undir þetta fkn próf, en er eiginlega of pirruð til þess
Ég ætla að fara burt og vera í fýlu.
~Orkamjás