Ég held þú ættir nú ekki að vera að fullyrða um eitthvað sem þú veist greinilega ekkert um.
og annað með stóriðjuna , einsog álverin og þannig , ég sé bara ekki hvernig fólk getur verið á móti þessu. Þetta mengar sama og ekki neitt og þetta gerir mjög mikinn pening inní þjóðfélagið og þetta gefur svo margar vinnur…
Mengar lítið sem ekkert?
Tökum Fjarðarál sem dæmi (álver Alcoa á Reyðarfirði sem er verið að leggja lokahönd á). Það álver á eftir að losa um 530 þúsund tonn af koldíoxíð á ári. Koldíoxíð veldur gróðurhúsaráhrifum. Það jafngildir um 172.000 meðalbílum. Það eru álíka margir bílar og á öllu Íslandi.
Þetta er aðeins eitt dæmi um úrgangsefni mengunar af mörgum í álbræðslu. Fyrir utan sjónmengunina, sem er ekki mælanleg.
Gefur mikinn pening inn í þjóðfélagið?
Verðmætasköpun í stóriðju nemur sem svarar 1% af verðmætasköpun á Íslandi. Sem dæmi þá er Verðmætasköpun í hátækni 4% af heildarverðmætasköpun.
Gaððar stóriðju eru margir! Sem dæmi: (ég leyfi mér að vitna í pabba minn)
*Viðskiptahalli ógnvænlegur.
*Háir vextir, verðbólga og óstöðugleiki í gengi kemur í veg fyrir nýsköpun og þá sérstaklega í útflutningsatvinnugreinum. Það kemur harðast niður á landsbyggðinni.
*Þensla og óstjórn í efnahagsmálum kemur í veg fyrir að hægt sé að ráðast í samgöngubætur og aðrar nauðsynlegar og árangursríkar byggðaaðgerðir. Afleiðingin er að þenslan hefur að mestu farið framhjá hinum dreifðari byggðum og byggðavandi meiri en nokkrusinni fyrr.
*Fjárfestingar í virkjunaframkvæmdum eru með litla ávöxtunarkröfu en það getur orðið til þess að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum í náinni framtíð. Hætt er við harðri lendingu í efnahagslífinu með minnkandi kaupmátt og auknu atvinnuleysi.
*Greiningadeildir banka og Seðlabankinn vara við ástandinu. Þeirra viðvaranir eru í fullu samræmi við það sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur bent á allt frá upphafi framkvæmda.
*Stóriðjustefnan er keyrð áfram með mannréttindabrotum og illum aðbúnaði verkafólks. Hið lága tilboð Impregilo var forsenda þess að hægt var að ráðast í framkvæmdir fyrir Austan að mati Halldórs Ásgrímssonar. Eini flokkurinn sem lagðist gegn framkvæmdunum á þingi var Vinstrihreyfingin grænt framboð.
*Virkjunarframkvæmdum á Austurlandi hafa fylgt gífurleg náttúruspjöll og enn á eftir að finna út úr því hvernig bregðast á við stórfeldu foki úr Hálslóni. Fyrirhugðum stóriðjuframkvæmdum fylgja einnig náttúruspjöll og fórnir á íslenskri náttúru í fullkomnu tilgangsleysi því stóriðjustefnan er val en ekki nauðsyn.
Það er sorglegt að landsbyggðarfólk sé ekki frumlegra en svo að það haldi að álver eigi eftir að bjarga bænum þeirra. Og það er sorglegt að allt landið og íbúar þess skuli þurfa að líða fyrir eitt stykki álver í einu litlu plássi út á landi með verðbólgu og vöxtum upp úr öllu veldi. Svo ekki sé talað um þá einstöku náttúru sem fer til spillis!
Bætt við 8. maí 2007 - 23:49 Svo er ríkisstjórnin að reyna að fegra allt og vera svo umhverfisvæn og allt frábært korter fyrir kosningar. Og mínir heimsku landar falla kylliflatir fyrir þessum hrokafullu lygurum.
Íslendingar, eða meirihlutinn, eru heilaþvegin fífl sem hafa enga sjálfstæða hugsun.