Ekki góður dagur. Bíllinn er bilaður.
Þannig er mál með vexti að ég fór útí sveit í gær..svo hélt ég heim á leið, hann gerði eitthvað skrítið dúnk hljóð þegar ég kveikti á honum. Svo kom þessi skemmtilegi hvíti mikli reykur úr pústurrörinu fyrstu 5 mínúturnar. Mér varð eiginlega ekki um sel. En anywho, svo kem ég í bæinn og þá byrjar vatnskassaljósið að blikka. Fokk. Og þar sem ég hef afar takmarkað vitneskju um bíla þá vissi ég voða lítið hvað var í gangi. En ég var aaalveg að koma heim. Svo í morgun þá skellti ég mér á verkstæði og útskýrði stöðu mála, og hann lítur á þetta (vantar vatn á vatnskassann) og segir að sér sýnist að það er farin headpakkning! Yay. Það mun kosta örugglega 60 - 80 þús viðgerð og skoðun. Og hann getur ekki skoðað hann fyrr en næsta fimmtudag!
Svo ég er bíllaus og sit uppi með skemmtilegan tilvonandi reikning! O_o Frábært. Svo ég þarf að labba í vinnuna um helgina. Sem er reyndar ekkert langt, en ég er orðin háð bílnum:')
Svo ofan á það, er tölvan með bögg, frýs oft þegar ég kveiki á henni og krefst mikillar þolinmæði. Og vinnur mjög hægt. Reyndar er harði diskurinn að verða fullur..Hvaða hálfviti kaupir tölvu með aðeins 40GB hörðum disk?
En hey, lítum á björtu hliðarnar. Það er gott veður. Og…já.
Allavega, þakka fyrir mig
~ Orkamjás