Ég er ansi pirraður á því að koma á bílnum mínum í skólann, svo þegar ég er búinn koma einhverjir leiðinlegir vinir mínir og segja “nenniru að skjótast með mig heim?”, þeir allra frekustu labba mað manni út á bílastæði og setjast inní bíl án þess að spyrja.
Þetta fólk er allt með bílpróf og getur bara drullast til að kaupa sér bíl á láni einsog ég. En nískan er að drepa það, eða það eyðir öllum peningum sínum í að kaupa e-ð tölvucrap eða étur svo mikið af nammi. Bíllinn minn er heldur ekkert kraftmikill (Peugeot 206 1,4) að halda kannski 4 feitabollur,mis geðslegar, + mig sem er ekki feitabolla.
Ég vil keyra einn, syngja með FM-957 , ekki keyra út um alla Reykjavík að keyra einhverjum heim.,
Og það er ekkert gaman að segja við vini sína í hellirigninu, “nei, taktu bara strætó”
Látið Mig í friði.