Bæjar vinnan er alls ekki illa borguð miðað við margt annað, veit það af eigin reinslu að þeir borga t.d. betur en American Style og co. Svo talandi um byggingarvinnu, þú finnur ekki verra kaup en þar.
Ég var í byggingarvinnu sumarið eftir 1. árið mitt í menntaskóla, fékk að ég held 500kr(það lægsta sem mátti þá borga e-m á mínum aldri) á tímann, og þetta var engin tjill vinna einsog að vinna hjá bænum, ef þú kunnir ekki allt tip top þá varstu bara tjélling og helvítis aumingi. Fékk reyndar kannski 200k á mánuði, en það var bara útaf því að við unnum alltaf frá 8-19, og oft lengur ef við þurftum og svo má ekki gleyma að það var oftast unnið á laugardögum líka og sunnudögum ef var þörf á. Svo ætla ég ekki að fara útí hvað það var oft löng bið eftir að fá útborgað osfv.
Þannig að bæjarvinnan er ágætis vinna ef þú villt líka vera með fólki á þínum aldri og ekki í neinni svakalegri erfiðisvinnu, þó mæli ég með því að fara einusinni í byggingarvinnu, bara svona til að prófa það, lærir alveg fullt af því.
snjall er bara snjall og ekkert annað… nema kannski stundum.