Heimspekilega má deila um það.
Þetta fer eftir því hvaða forsendur þú gefur þér til að skilgreina hver munurinn er á “náttúrulegum verknaði” og “verknaði af mannavöldum”.
T.d. eldurinn. Sannarlega er húsið, ljósið og rafmagnið sett saman eins og það er af mönnum, en hvað er það í raun annað en beislun krafta náttúrunnar í einum farvegi, sem rafmagns? Eldurinn sprettur upp úr “náttúrulegum orsökum”, og eldur er svo sannarlega “eldur” frá náttúrunnar hendi. En já, heimspekilega má svo sem deila um hvort hann sé “af mannavöldum” þar sem við settum saman ljós og hús og gerðum aðstæðurnar sem gerðu náttúruöflum kleift að hegða sér svona.
Ég segi nú bara samt að þetta sé allt þrennt tengt náttúruöflunum þremur. Finnst þú bara vera með útúrsnúninga. Þessi stórslys eru greinilega tengd Vatni, Eldi og Jörð (respectively), þrátt fyrir allt annað. :P