þetta er spurning um að ná stjórn á draumunum, það eru ekki allir sem geta það.
ég man að ég sem krakki dreimdi alltaf sama drauminn, eitthvað kvikindi var á eftir mér og alltaf þegar ég reindi að hlaupa í burtu var eins og það togaði í mig, bara komst ekkert áframm, var með þessar martraðir í lángann tíma.
veit ekki hvernig ég náði tökum á þessu en ég snerí þessu þannig við að ég var alltaf að hlaupa á eftir þessu kvikindi og sparka í það og pína einhvernveginn, þannig að einhvernveginn var ég búinn að breita þessari martröð í leik, ég hafði bara gaman af þessu og þetta blessaða kvikindi sem var alltaf á hælum mér var farið að forðast mig, tók til fótanna þegar það sá mig.
margir sem festast í sömu martröðinni, þannig að hún verður í raun og veru bara endurtekning.
núna í dag þegar mig dreimir eitthvað þá veit ég það alltaf í draumnum að mig er að dreima og hef fulla stjórn á honum, t.d get stöðvað hann og vaknað ef ég vill, jafnvel sofnað aftur og haldið áframm.
fara að sofa með það í huga að þú vitir um þennann draum og viljir kalla hann framm til að leika þér með hann, á einhverjum tímapunkti nærðu tökum á þessu, ef þú nærð ekki tökum og vaknar, sofna strax aftur með það sama í huga.
hef t.d dreimt það að vera að falla til jarðar, breitti þeirri útkomu þannig að ég var farinn að fjúga og leika mér, þannig að ég var sjálfkrafa farinn að vilja að draumurinn entist lengur og lengur.. svo gaman var þetta.
lestu þig til á netinu, ættir að geta fundið ráð við að ná stjórn á draumunum. þegar þú gerir það ferðu að skemmta þér vel og átt eftir að sofa eins og ungbarn á hverri nóttu.. hehe.
snjóruðningstækið: mmc 3000 gt my95