Ég var að lesa þráðinn um einelti hérna og í kommentunum á síðunni þarna stóð m.a.

[quote=
Katla (þekki þig ekki)]
ég er mjög stolt af þér að segja frá þessu…

Áður en fólk fer að nota þetta orð er alveg ágætt að athuga hvað það þýðir. Þótt þú þekkir einhvern getur þú ekki sagst vera stoltur af honum fyrir eitthvað sem hann gerði.
Hvað þá ef þú þekkir hann ekki einu sinni…

Það er bara hægt að vera stoltur af einhverju sem maður gerði sjálfur.

Þetta er eins og að segja:

“Ég er mjög stoltur af manninum sem býr á móti frænku vinar míns fyrir að vera svona duglegur að mála húsið sitt.”

Bara asnalegt…