Fann þetta á http://www.mbl.is ,skemmtileg lýsing á hvernig veikt og sterkt fólk mergst við sömu aðstæðum.
hvort ert þú?


S: Leggja harðar að sér, hafa meiri tíma.
V: Hafa alltaf of mikið að gera.

S: Taka á málunum.
V: Forðast vandamál, eða leysa þau aldrei.

S: Taka á sig skuldbindingar.
V: Lofa upp í ermina á sér.

S: Vita hvenær á að berjast fyrir hlutunum og hvenær á að gefa eftir.
V: Nudda í smámálum en gefa eftir í mörgum þeirra mála sem mikilvægust eru.

S: Hafa nægan styrk til að vera vingjarnlegir.
V: Eru sjaldan vingjarnlegir en oft illkvittnir.

S: Hlusta.
V: Bíða þar til þeir geta talað.

S: Virða styrk annarra.
V: Taka eftir veikleikum annarra.

S: Læra af öðrum.
V: Varast annað fólk.

S: Útskýra.
V: Afsaka.

S: Finna til ábyrgðar útfyrir eigin verksvið.
V: Víkja sér undan allri vinnu og ábyrgð utan verksviðs.

S: Setja sjálfum sér takmörk.
V: Eru tveggja hraða: Allt á fullu eða stopp.

S: Nota tímann til þess að bæta sig.
V: Nota tímann til að forðast gagnrýni.

S: Hræðast ekki mistök.
V: Hræðast mistök og skoðun annarra.

S: Einbeita sér að möguleikum og lausnum.
V: Einbeita sér að vandamálum og óleysanlegum dæmum.


Bætt við 13. apríl 2007 - 20:52
bregst*