Hmm, nú ganga páskarnir í garð enn einu sinni. Með sínum súkkulaðieggjum, gulum lit og magapínum.
Eitt af því sem ég ólst upp við var það að páskaeggin okkar systkinanna voru falin. Svo bjó mamma til litla miða sem leiddu okkur á áfangastað. Semsagt, páskaeggjaleit. Skemmtilegasta í heimi.
En mér skilst að þetta sé yfirleitt ekki hefð að gera þetta..sem mér finnst skrítið.
Það var alltaf reynt að fela eggin á sem bestum stöðum og leitirnar gerðar erfiðari. Eitt árið þá tók stóri bróðir minn það að sér að skipulegggja leitina handa mér og setti allt upp í tölvu og voða sniðugt, á hverjum stað fann ég miða með lykilorði að möppu í tölvunni sem innihélt vísbendingu að næsta stað. Über gaman. Og mig minnir að þetta ár hafði hann grafið eggið mitt soldið djúpt í snjóinn útá túni:) Og einu sinni þurfti hann að fara útí skógreitinn í skítaveðri og grafa sitt upp þar hehe.
Ég skipulagði leitina fyrir litla bróður minn fyrir nokkrum árum, og endastöðin var þannig að eggið var staðsett útí hestagerði, þar sem var mold og vesen. Ég gróf niður nokkrar kókflöskur á víð og dreif og hjá einni var eggið. Síðan fóru hestarnir að grafa flöskurnar upp og læti..
En annars batt ég eggið hans uppí tré í fyrra.
Ég hef samt aldrei lent í því að eggið mitt hafi bráðnað…eins og svo margir. Hvað er málið? Það á að geyma eggið á góðum stað, fjarri sól og hita. Döö..
En annars lenti litli bróðir minn í því einu sinni að hundurinn okkar át næstum hálft eggið hans þegar hann skrapp frammí eldhús^^
En páskarnir mínir í ár verða bara rólegir, verð ein bara og eyði örugglega páskadagsmorgni í það að ná í eggið mitt(engin leit:( enginn til að fela það fyrir mig..) og vera á náttfötunum og horfandi á morgunsjónvarpið. Og örugglega smá þunn, djamm kvöldið áður. Svo skellir maður sér aftur á djammið um kvöldið:D Mér líst bara nokkuð vel á það:')
Og btw, eggið mitt er lítið lakkrísegg nr.4 :D Hlakka til að ééééta það. Svo á ég annað Bónusegg nr.6 sem pabbi gaf mér…en geymi það bara.
En æi…mig langar í páskaegg.
Gleðilega páska!
~Orkamjás Páskamjás