Þetta er einn af þessum áhugaverðu leikjum sem hægt er að leika sér í t.d. í bíl þegar maður er orðinn þreyttur á “Hver er maðurinn?” eða Lotukerfisleiknum.
Pælingin er að þáttakendur ímynda sér að þeir séu staddir í stórmarkaði og þeir eiga að finna sér tvo hluti (semsagt tvær vörur) hvers samsetning væri mest sjokkerandi og minnisstæð fyrir manneskjuna á kassanum.
Síðan má gera þetta erfiðara (og fjölbreyttara!) með því að breyta aðeins aðstæðunum, t.d. segjum að við séum í raftækjaverslun, apóteki, bakaríi … Gera þetta svolítið challenge!
Svo ég byrji þetta, þá dettur mér í hug óléttupróf annarsvegar og grillpinnar hinsvegar.
Prófið þið síðan að láta ykkur detta í hug einhverjar svona samsetningar!! :D
Bætt við 4. apríl 2007 - 02:47
Fattar fólk almennt ekki pælinguna á bakvið þungunarpróf og grillpinna?
Vitiði hvað það kostar að fara í fóstureyðingu?!?!