Ég þoli ekki að vera þessi manneskja sem vakir fram eftir nóttu og sef lengi á daginn. Það er bara ekki að virka!
Ég er búin að vera löt í allan dag, nenni alls ekki neinu. Svo núna þegar allir eru farnir að sofa langar mig að gera ýmsa hluti. Mig langar svo að spila á þverflautu núna (er að læra en hef ekkert æft mig nýlega bæði útaf skólanum og áhugaleysi) en þá má ég það auðvitað ekki!
Venjulega gengur mér best að læra á nóttunni. En það er ekki hægt, ég þarf að vakna snemma til að mæta í skólann.
Einhverjir fleiri með þetta vandamál?