Kannski skrýtið að troða þessu saman í einn kork en svona verður þetta að vera! ;)
Ég hef verið að leita að korkum og eða greinum um þessa tvo atburði en ég hef ekkert fundið um þá eftir að þeir gerðust.
Þannig að hérna koma 2 spurningar (fyrir þá sem voru á staðnum/stöðunum)
1. Hvernig fannst ykkur úrslitakvöld músíktilrauna? Voruð þið ánægðir með hverjir unnu? (1.Shogun) (2.<3 Svanhvít) og (3. Gordon Riots) ef ekki, hverja vilduð þið sjá í topp 3? Og hvernig fannst ykkur um hverjir voru valdir sem bestu hljóðfæraleikarnir?
2. Hvernig fannst ykkur lokaviðureign gettu betur (MK vs. MR)? fannst ykkur hún spennandi? voruð þið ánægð með útkomuna? o.s.frv.
Mitt álit
Nr.1: Ég fór persónulega ekki á músíktilraunir en ég er samkvæmt tóndæmunum á www.musiktilraunir.is þá er ég mjög ánægður með að sjá Shogun og Gordon Riots í topp þremur (reyndar af eitthverjum ástæðum er ekki tóndæmi með Gordon Riots, en ég hef heyrt stuff með þeim og mér finnst þeir helvíti þéttir)
Nr.2: Ég var sko ekki sáttur! (er í MK)
En svona er þetta, MK varð að lúta í lægra haldi fyrir MR þrátt fyrir að vera yfir mestan hluta viðureignarinnar. Þeir fengu að súpa á sínu eigin seiði þegar MR unnu sér inn bráðabana en MK hafði einmitt gert það sama á mjög eftirminnilegan hátt á móti MH í undanúrslitum Gettu Betur.
Tjáið ykkur!
Bætt við 1. apríl 2007 - 06:17
hmmm þetta eru kannski aðeins fleiri en 2 spurningar….Njeee
