Ég hef séð mikið af umræðu um öfgafemínista hérna nýlega. Og alltaf fer það út í eitthvað rugl.

Tökum sem dæmi þráðinn hérna fyrir neðan um Coke Zero auglýsingarnar. Höfundur segist vera á móti auglýsingunum og auðvitað kemur strax einhver sem kallar hann/hana öfgafemínista, af því það er í tísku í dag að vera á móti öfgafemínistum.

Ég las yfir þráðinn og sá engar öfgar í þessu. Það að finnast þessar auglýsingar fáránlegar þarf ekki einu sinni að vera femínismi. Þetta eru frekar kjánalegar “wannabe-töff” auglýsingar, eins og stendur í þræðinum.

Femínistar eru brjálaðir af því það er of mikil karlremba í þessum auglýsingum. Það þýðir ekki að allir sem eru á móti þeim séu femínistar!


Ég er bara orðin svo pirruð á þessu skítkasti útí femínista. Það er ekki nema lítill hluti af þeim það sem við köllum öfgafemínistar en ef maður segir eitt orð um jafnrétti kynjanna eða þá einfaldlega mun á kynjum er maður annað hvort stimplaður öfgafemínisti eða karlremba eftir því á hvorri hliðinni maður er.

Getiði ekki skilið muninn á jafnréttissinna og öfgafemínista? Það er ekki eins og það sé of lítill munur á milli, það er mjög stór munur á milli.


Og geriði það, ekki fara að koma með eitthvað skítkast um að ég sé femínisti og allt það. Það er bara til að strika undir heimskuna.