Hæ, elskurnar. Long time, no see. :D
Sko… var í vinnunni áðan. Shocking, no? Anyhoo, þá pirrar það mig þegar fólk kemur og spyr asnalegra spurninga eins og:
“Eru þessar mandarínur góðar?”
“Eru steinar í þessum mandarínum?”
“Eru steinar í vínberjunum?”
FUCK DO I KNOW?! Þó að ég vinni þarna, þá þýðir það ekki að ég sé búin að smakka allt í búðinni.
Líka stendur “seedless” á vínberjapokunum ef það eru ekki steinar í þeim… veit ekki hevrsu oft ég sagði þessa setningu í dag.
Svo var það besta áðan… ég var að loka salatbarnum. Var búin að taka allar tangirnar úr og fara með þær og láta þrífa þær, búin að setja lokin á og var búin að taka nokkra dallana upp úr þegar einhverjir gaurar komu. Horfðu á þetta í8 smástund og svo bara “… Er búið að loka, eða?”.
Nei, alls ekki. Ég var bara að leika mér að setja lokin á og taka þetta allt upp úr. Pottþétt.
/Kaldhæðni
Svo það sem pirrar mig aaaaaallra mest… EF ÉG KEMST EINHVERN TÍMANN AÐ ÞVÍ HVAÐA TUSSA STAL KÁPUNNI MINNI MUN ÉG TAKA BELTIÐ AF HENNI [kápunni] OG KYRKJA HANA [tussuna] MEÐ ÞVÍ!
Hengdi kápuna mína upp í fatahenginu í skólanum og þegar ég kom aftur var hún horfin. :D:D:D (Y)
Bara einu sinni gleymdi ég lyklinum að skápnum heima og hengdi hana upp þarna. Og viti menn, henni var stolið. Hvað fær fólk til að taka hluti annara og gera þá að sínum? Ég gæti ekki bara notað hlut sem ég hefði stolið af öðrum eins og ekkert væri. Sumir eru svo siðblindir…
Æi, ég get alveg farið og keypt mér nýja (samt ekki alveg, þar sem þar sem það er hætt að selja svona kápur), en þessi hafði tilfinngalegt gildi fyrir mig. Ég sakna hennar. :(
Svo annað… fólk sem skiptir sér af því sem kemur því ekki við er fuck pirrandi.
Bless, bless.