uhm hvar á ég að byrja?
litli bróðir minn fæddist andvana á 8 mánuði, ég var 7 ára og gat sko ekki beðið eftir að fá lítið systkini aftur!
mamma mín var virkur alki og bjó með virkum alka….gekk vel á virkum dögum, en um helgar þegar bakkus kom í heimsókn fór stundum allt á annann endann….man ennþá eftir síðasta skiptinu þar sem maður var nánast drepinn heima hjá mér…þá fór mamma í meðferð og er búin að vera edrú síðan :)
Amma mín dó, amma mín sem bjó í sama hverfi og ég, amma mín sem var ekki eins og hinar ömmurnar…dó árið fyrir ferminguna, ég var mjög sár og reið.
Gæludýrið mitt dó, páfagaukurinn minn, í höndunum mínum, sama ár.
Kisurnar mínar fóru til himna þegar ég var 15-16 ára, annar var veikur svo við lóguðum þeim báðum svo hinn yrði ekki einmanna.
kærasti minn til eins og hálfs árs fyrirfór sér, en náði því samt ekki alveg og hann lá á gjörgæslu í einn mánuð, einn erfiðan mánuð, og dó svo úr lungnabólgu.
Þá hrundi veröldin mín….en ég er komin á lappir aftur :D
Þetta er það helsta, svona í grófum dráttum.
Bætt við 27. mars 2007 - 15:00
Já og afi minn er með beinkrabba, og systir ömmu með einhvern skrítinn krabba.
Amma mín er sömuleiðis veik fyrir hjartanu og fleira….
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"