Heldur þá sem NEITA að læra íslensku.
Ég vinn í búð útá landi og ófáir útlendingarnir versla í búðinni.
Ég tala nú oftast bara íslensku, nema við 2-3 kúnna sem tala mjöööög góða ensku og eru mjög kurteisir og skiljanlegir. En svo eru það þessir sem varla kunna staf í ensku og kaupa þeir oftast sígarettur og t.d. með einn mann er þetta ALLTAF svona:
hann: Marlboro light
ég: einn?
hann: uno
ég: einn?
hann: uno
og ég held bara svona áfram þangað til hann segir einn. uno er ekki til í íslensku máli, ég gæti sleppt honum með “já” “yes” “one” en nei, það kemur þetta “uno”
og rökin sem hann kemur með þegar búðareigandinn spyr hann hvort hann ætli ekki aðfara læra íslensku (hefur verið lengi hér og mun koma til að vera lengur hér) og þá neitar hann með þeim forsendum að það búa ekki margir íslendingar í heiminum og hann þarf ekki að læra málið.
Ég er afar háttstemmd yfir þessu “ég þarf ekki að læra málið” JÚ HANN ÞARF ÞESS! ég geri mér FULLA grein fyrir þvi´að íslenska er mjög flókið mál að læra, meðan flest tungumál eru með kanski 4-5 myndir af hverju orði á íslensku eru svona 16 myndir. En burtséð frá því þá finsnt mér að ef fólk ætlar að búa á þessu skeri og mun koma til að vera hér í einhver ár þá þýðir EKKI að tala einhver önnur mál. ALDREI mundi mér t.d. detta í hug að flytja til þýskalands og tala bara ensku þar í nokkur ár.
Það tekur stuttann tíma að ná tökum á tungumáli ef maður leggur sig fram og notar málið.
Tek mikið eftir því að fólkið er að pirra sig á ef ég skil ekki hvað þeir eru að segja (ég skil alveg, ég veit að fólkið kann sum orð, og það getur hunskast til að nota þau)
Ég er oftast samvinnuþýð við þetta fólk, en svona atvik eins og þetta “uno” fer í mínar allra fínustu.
Bætt við 26. mars 2007 - 19:45
Fyrir þá sem ekki föttuðu þá á setningin “neiii ég er ekki að tala um íslensku sem kunna ekki íslensku” auðvitað að vera svona:
“neiii ég er ekki að tala um ÚTLENDINGA sem kunna ekki íslensku”
Ofurhugi og ofurmamma