Ég fór heim til mín um helgina (2-3 klst. frá skólanum) og svo bauðst mér far til baka í morgun, kl. 5:30. Auðvitað þáði ég það og vaknaði eldsnemma (eða seint) til að leggja af stað. Svaf bara alla leiðina :)
Þegar ég kom í skólann fattaði ég að alla leiðina hafði ég bitið fast saman og nuddað tönnunum saman. Þetta er slæmur ávani sem ég geri oft þegar ég sef laust (t.d. í bíl, ekki á nóttunni). Versta við þetta er að þetta er hræðilega slæmt fyrir kjálkana.
Núna er ég með tilfinningu eins og vöðvabólgu eða “hálsríg” þannig að ég get ekki bitið alveg saman. Þetta skánaði í smá stund þegar ég tók verkjatöflu, rétt svo dugði svo ég náði að borða hádegismat. Svo er þetta byrjað aftur.
Þetta er bara svo sárt :( Sérstaklega þegar bætist við hausverkur útaf þreytu … Og það er óþolandi að vera í skólanum svona.
Meira svona væl en nöldur … mig vantar samúð :/