Ég veit ekki afhverju, en mig langaði til að deila með ykkur einu atviki sem gerðist í gær.
Ég var að labba heim af svona páskabingói í skólanum og það var grenjandi rigning, og mjög dimmt, svo ég var með hettuna á mér.
Ég var komin mjög nálægt því að beygja inná götuna mína þegar bíll hægði á sér og að lokum stoppaði við hliðiná mér. Ég tók ekki eftir neinu, fyrr en strákur sem var að keyra bílinn kallaði einhverju til mín.
En ég heyrði ekki hvað útaf hettunni, svo ég sagði: ,,HA?"
Þá sagði hann, hann sem var örugglega svona 20 ára:,,Viltu losna úr rigningunni?"
Ég svaraði bara ,,Hver er þetta?"
Og hann sagði ,,Enginn…. Viltu losna úr rigningunni?"
Ég auðvitað sagði bara nei, því gatan mín var bara 3 metrum í burtu.. og þetta var vægast sagt mjööög creepy náungi.
Og hann sagði þá bara ,,okei" og keyrði frekar reiður í burtu “/
Eftir þetta var ég mjög hrædd, og þegar ég fór að sofa hugsaði ég bara, hvað hefði skeð hefði ég farið í bílinn..
Mér finnst þetta bara óendanlega mikið creepy. Það gat alveg verið að hann var að reyna vera góður, en það virtist samt ekki vera þannig ”/