Annað nöldrið mitt í dag.

Það er brjálað rok. 20 m/s, og fer örugglega upp undir 30 í hviðum. Gluggahliðin á íbúðinni minni snýr beint í suður á móti vindi, og það hristist allt hérna og geðveik læti í vindinum. Ég á aldrei eftir að geta sofið í nótt.

Ég og vinkona mín skruppum út í sjoppu áðan, og það var fáránlegt. Ég fann bílinn hristast, og bjóst í alvörunni við því að hann myndi takast á loft. Svo var nánast ómögulegt að opna dyrnar á bílnum, maður sá aðrar bílhurðir fjúka upp og var að reyna að lenda ekki í því sama.

Svo var fáránlega erfitt að komast aftur að bílnum, maður fauk bara til baka og fötin fuku utan af manni og þetta var allt svo ómögulegt.


Vildi bara deila því með ykkur hve erfitt lífið er.

Bætt við 23. mars 2007 - 00:59
Nei vá, það er búið að vera í kringum 30 m/s allavega í nágrenninu, og upp undir 40 í hviðum.