Það hljóta einhverjir hér ennþá sem eiga blog.central.is síður. En mig langar að spyrja ykkur hvort þið eigið í sömu vandræðum og ég. En ég get ekki fengið html kóðana til að virka hjá mér. T.d ef ég ætla að setja upp video frá Youtube sem mig langar til að setja inná bloggið hjá mér þá ýti ég alltaf á html takkann og auka gluggi kemur þá á skjáinn hjá mér þar sem ég á að geta peistað kóðanum svo loka ég þessum html glugga eftir það. Þegar ég hef peistað eða límt kóðann á html skjalið. Þá kemur bara lítill kassi með “x”.

Þessi aðgerð virkaði alltaf hjá mér áður, en það er eins og það sé ekki lengur hægt núna. Þess vegna langar mig að vita hvort þetta er svona hjá ykkur líka.

Í stuttu máli sagt er ekki lengur hægt að setja youtube video á blog.central.is?